Um Lagastofnun
Lagastofnun Háskóla Íslands er miðstöð rannsókna- og þróunarstarfs í lögfræði og hlutverk hennar er að stuðla að og styðja við hvers konar rannsóknir og kennslu á sviði lögfræði.
Í því skyni aðstoðar stofnunin við styrkumsóknir og önnur verkefni svo sem útgáfustarfsemi, ráðstefnur og fundi. Stofnunin stendur fyrir endurmenntunar- námskeiðum og sinnir þjónusturannsóknum fyrir opinbera aðila og félagasamtök.
Hafðu samband:
- Netfang: lagastofnun@hi.is
Rannsóknastofur
Lagastofnun starfrækir fimm rannsóknastofur:
- Rannsóknastofa í Evrópurétti
- Rannsóknastofa í norðurslóðarétti
- Rannsóknastofa í refsirétti
- Rannsóknarstofa í stjórnsýslurétti
- Rannsóknastofa í umhverfis- og auðlindarétti