Háskóli Íslands

Dómar EFTA- og Evrópudómstólanna um neytendalán og óréttmæta samningsskilmála

Tími: 15. janúar 2015, kl. 16:30-19:30.
Skráningarfrestur: 19. desember 2014
Kennari: Kjartan Bjarni Björgvinsson, lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemburg.
Staðsetning:  Lögbergi, stofu 201

                            Skráning - Námskeiðið er fullbókað

Markmið
Í námskeiðinu verður farið sérstaklega yfir nýlega dómaþróun hjá EFTA-dómstólnum og Evrópudómstólnum í tengslum við túlkun á tilskipun 93/13/EBE um óréttmæta skilmála í neytendasamningum og tilskipun 87/102/EBE frá 22. desember 1986 um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán („tilskipunin um neytendalán“).  Á námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á dóma sem tengjast samningum á milli fjármálastofnana og neytenda og hvaða kröfur tilskipanirnar gera til innlendra dómstóla.

Markhópur
Námskeiðið er sérstaklega skipulagt fyrir lögmenn, lögfræðinga og aðra sérfræðinga, sem starfa að verkefnum sem tengjast tilskipununum, en aðrir eru líka velkomnir. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is