Um rannsóknina
Hjá Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni er um þessar mundir unnið að heimildarannsókn á einelti á meðal barna á Íslandi.
Um er að ræða heildstæða og þverfræðilega rannsókn þar sem einelti verður rannsakað út frá sjónarhóli lögfræði, félagsráðgjafar og menntavísinda.
Þegar ofangreindar meistararitgerðir lágu fyrir var hafist handa við að útbúa heildarniðurstöður þessarar þverfræðilegu rannsóknar á einelti á Íslandi. Að því verki kom öll áðurnefnd verkefnisstjórn. Afraksturinn er birtur í 1. hefti nýrrar ritraðar RÁS, og ber heitið: Ábyrgð og aðgerðir. Ritstjóri þessa heftis var Þórhildur Líndal.
Tilgangur og markmið
Rannsókninni er ætlað að samræma og efla sérfræðiþekkingu á einelti og fá heildstæðari mynd af raunverulegri stöðu eineltismála hér á landi meðal grunnskólabarna.
Fjármögnun
Rannsóknaverkefnið er fjármagnað með styrk úr Styrktarsjóði Bents og Margrétar Scheving Thorsteinssonar.