Háskóli Íslands

Meistaranemar hefja störf

Nú hafa þeir meistaranemar sem óskuðu eftir að sinna rannsóknaraðstoð við rannsóknir á vegum Lagastofnunar tekið til starfa. Um er að ræða nýtt framtak á vegum stofnunarinnar sem hefur það að markmiði að efla þátttöku nemenda í rannsóknarstarfi Lagastofnunar og Lagadeildar Háskóla Íslands og þannig framfylgja stefnu háskólans. 
 
Rannsóknarverkefnin eru fjölbreytt en í ár er unnið að rannsóknum á sviði kröfuréttar, norðurslóðaréttar, réttarfars og skiptaréttar. Þeir nemendur sem munu vinna með stofnuninni og kennurum deildarinnar á næstu misserum eru: 
 
Ingunn Elísabet Markúsdóttir 
Kristinn Svansson 
Kristín Edda Frímannsdóttir 
Ólafur Klein Árnason 
Rebekka Ósk Gunnarsdóttir 
Sigfríð Elín Þorvaldsdóttir
Thelma Christel Kristjánsdóttir 
 
Lagastofnun hlakkar til samstarfsins og eflingu tengsla við nemendur Lagadeildar. 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is