Háskóli Íslands

Rannsóknarstofa í stjórnsýslurétti

Stjórn Lagastofnunar samþykkti á fundi í janúar umsókn um stofnun nýrrar rannsóknarstofu í stjórnsýslurétti. Stjórn rannsóknarstofunnar skipa Páll Hreinsson, Trausti Fannar Valsson og Maren Albertsdóttir. Hlutverk stofunnar er að efla og stunda rannsóknir á sviði stjórnsýsluréttar. Um nánari viðfangsefni, þar á meðal einstök rannsóknarsvið, fer eftir stefnumótun stjórnar rannsóknarstofunnar á hverjum tíma.

Stofan er sjálfstæð rannsóknarstofa í stjórnsýslurétti sem sett er af fót af Lagastofnun og er fjármögnuð af styrkjum opinberra rannsókna- og vísindasjóða, fyrirtækja og einstaklinga og af tekjum vegna þjónustu á starfssviði stofunnar.

Lagastofnun hlakkar til samstarfsins. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is