Háskóli Íslands

Málþing um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipunar dómara við Landsrétt

Lagastofnun Háskóla Íslands efnir til málþings í tilefni af dómi Mannréttindadómstóls Evrópu 12. mars. Málþingið fer fram miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 12:00-13:30 í Öskju sal N-132, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík.Í dómi Mannréttindadómstóls Evrópu var komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Á málþinginu munu framsögumenn ræða efni dómsins og eftirmála hans hér á landi.Framsögumenn verða Davíð Þór Björgvinsson dómari í Landsrétti, Björg Thorarensen prófessor, Trausti Fannar Valsson dósent, Kristín Benediktsdóttir dósent og Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður dómarafélagsins.Fundarstjóri verður Friðrik Árni Friðriksson Hirst doktorsnemi og framkvæmdastjóri Lagastofnunar.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is