Háskóli Íslands

Fjölmenni á málþingi Lagastofnunar

Fjölmenni var á málþingi Lagastofnunar Háskóla Íslands um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu frá 12. mars sl. vegna skipunar dómara við Landsrétt. Í dóminum var komist að þeirri niðurstöðu að skipun dómara við Landsrétt hafi ekki samræmst kröfum 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu um að skipan dómstóls skuli ákveðin með lögum. Áætlað er að um 200 manns hafi sótt málþingið auk þess sem því var streymt í beinni útsendingu á vef Háskóla Íslands.

Framsögumenn málþingsins voru þau Davíð Þór Björgvinsson dómari í Landsrétti, Björg Thorarensen prófessor, Trausti Fannar Valsson dósent, Kristín Benediktsdóttir og Ingibjörg Þorsteinsdóttir héraðsdómari og formaður dómarafélagsins. Fundarstjóri var Friðrik Árni Friðriksson Hirst doktorsnemi og framkvæmdastjóri Lagastofnunar.

Að framsögum loknum gafst fundargestum tækifæri til að beina spurningum til framsögumanna. Lagastofnun þakkar framsögumönnum og fundargestum fyrir vel heppnað málþing.

Upptöku af framsögum á málþinginu má finna hér: https://rec.hi.is/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=3e81f49a-d038-4835-b5a2-aa1100ff6788  

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is