Háskóli Íslands

Auglýsing vegna rannsóknaraðstoðar

Auglýst er eftir meistaranemum við Lagadeild Háskóla Íslands til að aðstoða við rannsóknir á vegum Lagastofnunar Háskóla Íslands á haustmisseri 2019.

Hinn 30. janúar 2018 tóku gildi reglur um aðstoð meistaranema Lagadeildar HÍ við rannsóknir á vegum Lagastofnunar HÍ (rannsóknaraðstoð). Reglurnar má nálgast hér. Fyrir rannsóknaraðstoð samkvæmt reglunum fást allt að 6 ECTS einingar ef tilskildum kröfum er fullnægt, sjá nánar tilvísaðar reglur.

Laganemar munu eiga þess kost að vinna að rannsóknum á neðangreindum sviðum, meðal annarra:

  • Hjúskapar- og sambúðarréttur, umsjón Hrefna Friðriksdóttir
  • Opinber starfsmannaréttur, umsjón Trausti Fannar Valsson og Anna Rut Kristjánsdóttir (vinna fer að mestu fram í október og nóvember)
  • EES-/ESB-réttur og norðurslóðaréttur, umsjón Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst

Umsóknum vegna rannsóknaraðstoðar skal beint til Lagastofnunar á netfangið lagastofnun@hi.is. Umsóknarfrestur er til og með 14. október nk. Við mat á umsóknum er m.a. litið til námsárangurs og annarra atriða sem máli geta skipt. Leitast verður við að svara umsóknum innan viku frá því að umsóknarfresti lýkur. Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is