Háskóli Íslands

Auglýsing um rannsóknaraðstoð

Auglýst er eftir meistaranema við Lagadeild Háskóla Íslands til að framkvæma fyrsta hlutann í rannsóknarverkefni um rafræna stjórnsýslu á ÍslandiÞessum hluta rannsóknarinnar þarf að vera lokið mánudaginn 23. mars 2020. 

Fyrsti hluti rannsóknarverkefnisins felur í sér söfnun upplýsinga um lagaákvæði sem tengjast rafrænni meðferð stjórnsýslumála á Íslandi. Upplýsingarnar verða notaðar til að kynna stöðu og þróun lagaákvæða um rafræna stjórnsýslu á Íslandi á fundum um málefnið í byrjun apríl. Rannsóknin er unnin á vegum Rannsóknarstofu í stjórnsýslurétti, sem er rannsóknarstofa á vegum Lagastofnunar Íslands. Umsjónarmenn verkefnisins eru Trausti Fannar Valsson dósent við Lagadeild og Særún María Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri hjá umboðsmanni Alþingis. Í umsókn um rannsóknaraðstoð nú felst aðeins skuldbinding um þátttöku í fyrsta hluta rannsóknarverkefnisins en mögulegt verður að framlengja rannsóknaraðstoðina standi vilji til þess.

Reglur um aðstoð meistaranema Lagadeildar HÍ við rannsóknir á vegum Lagastofnunar HÍ (rannsóknaraðstoð) má nálgast hér. Fyrir rannsóknaraðstoð samkvæmt reglunum fást 2, 4 eða 6 ECTS einingar ef tilskildum kröfum er fullnægt, sjá nánar tilvísaðar reglur.

Umsóknafrestur er til og með mánudagsins 10. febrúar 2020. Umsóknum skal beint til Lagastofnunar á netfangið lagastofnun@hi.is. Við mat á umsóknum er m.a. litið til námsárangurs og annarra atriða sem máli geta skipt. Leitast verður við að svara umsóknum innan viku frá því að umsóknarfresti lýkur. Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Árni Friðriksson Hirst framkvæmdastjóri Lagastofnunar (faf@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is