Háskóli Íslands

Auglýsing vegna rannsóknaraðstoðar

Auglýst er eftir laganema við Lagadeild Háskóla Íslands til þess að aðstoða við rannsóknir á sviði eignaréttar og þá einkum aðstoð við útgáfu á ritinu Eignarréttur II eftir Þorgeir Örlygsson, Karl Axelsson og Víði Smára Petersen. Umsjónarmenn verkefnisins eru: Víðir Smári Petersen lektor og Karl Axelsson dósent. Um er að ræða rannsóknir á fræðaskrifum og dómaframkvæmd, bæði erlendri og íslenskri, auk aðstoðar við yfirlestur, uppsetningu, skráargerð o.fl. Rannsóknaraðstoðin stendur til 31. desember 2020, en mögulegt er að framlengja hana standi vilji til þess. Umsóknarfrestur er til 18. september 2020 og skal þeim beint til Lagastofnunar á netfangið lagastofnun@hi.is. Við mat á umsóknum er m.a. litið til námsárangurs og annarra atriða sem máli geta skipt. Mikilvægt er að nemandinn hafi reynslu af rannsóknaraðstoð og góða þekkingu á a.m.k. einu Norðurlandatungumáli. Leitast verður við að svara umsóknum innan viku frá því að umsóknarfresti lýkur. Áskilinn er réttur til að hafna öllum umsóknum. Nánari upplýsingar veitir Friðrik Árni Friðriksson Hirst framkvæmdastjóri Lagastofnunar (faf@hi.is).

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is