Háskóli Íslands

Hvernig geta fjármálareglur EES-samningsins nýst aðilum í dómsmálum?

Tími: 10. mars 2014 16.00-19.00
Kennari:  Stefan Geir Þórisson hrl. og Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hdl.
Staðsetning: Lögberg, stofa 201

 

Fjallað verður um það hvernig aðilar að dómsmálum fyrir íslenskum dómstólum geta hugsanlega nýtt sér réttarreglur og dómafordæmi Evrópudómstólsins, EFTA dómstólsins og dómafordæmi frá öðrum aðildarríkjum auk evrópskra fræðirita við rekstur dómsmála á þessu sviði hér á landi.

Einnig farið yfir hvernig Hæstiréttur hefur fjallað um kröfur aðila um öflun álits EFTA dómstólsins og við hvaða kringumstæður hann hefur að eigin frumkvæði aflað álits EFTA dómstólsins.

Markaðsmisnotkun.
Fjallað um helstu reglur EES réttar um markaðsmisnotkun og að hvort íslensk lög og reglur um markaðsmisnotkun samræmist EES reglum að öllu leyti. Farið yfir dómafordæmi frá nágrannalöndunum. 

 

Skráning

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is