Háskóli Íslands

Landskönnun á rannsóknum á afbrotum og refsipólitík - Lokið 2007

Háskóli ÍslandsUm rannsóknina
Verkefnið fjallar um rannsóknir á afbrotum, réttarvörslukerfi, refsipólitík og í refsirétti á Íslandi. Tilgangurinn er að gera grein fyrir helstu viðfangsefnum afbrotafræði og refsiréttar frá aldamótunum 2000. Leitast verður við að svara spurningunum: Hvað einkennir verkefnaval og niðurstöður íslenskra rannsókna og fræðiskrifa í afbrotafræði og refsirétti? Hvernig er samspil rannsókna, stefnumörkunar og pólitíkur?

Þátttakendum var boðið að taka þátt fyrir Íslands hönd í þessu alþjóðlega verkefni. Einstakar rannsóknir á afbrotum og refsirétti á hinum ýmsu menningarsvæðum eins og Íslandi hafa ótvírætt gildi fyrir þróun fræðigreina eins og afbrotafræði og refsiréttar. Af fræðilegum ástæðum er sérstaklega áhugavert að gera greiningu á afbrotum og refsingum í litlu samfélagi eins og hinu íslenska. Forsvarsmenn fræðiritsins European Journal of Criminology standa fyrir greinaflokki í ritinu þar sem birtast greinar um þetta efni frá hinum ýmsu löndum Evrópu. Greinunum er ætlað að vera framlag til að efla samanburðarrannsóknir í afbrotafræði og refsirétti.

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í tveimur greinum: 1) Crime and Criminal Policy in Iceland – Criminology on the Margins of Europe. European Journal of Criminology. 2006. Volume 3 (2). European Society of Criminology and SAGE Publications, London. Bls. 221-253. Höf.: Dr. Philos Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor. 2) Afbrotafræði í byrjun aldar – Viðfangsefni og áhrif. Í: Afmælisrit Jónatan Þórmundsson sjötugur 19. desember 2007. Ritstjóri: Ragnheiður Bragadóttir. Bókaútgáfan Codex. Reykjavík 2007. Bls. 275-305. Höf.: Dr. philos. Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor.

Þátttakendur
Dr. philos. Hildigunnur Ólafsdóttir, afbrotafræðingur og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor.

Fjármögnun
Rannsóknasjóður Háskóla Íslands og Dóms- og kirkjumálaráðuneyti.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is