Háskóli Íslands

Miljøstrafferet og retspolitik i de nordiske lande - Lokið 2011

Miljöstrafferet

Um rannsóknina

Fyrir um 15-20 árum var birtur afrakstur samnorrænna rannsókna á sviði umhverfisrefsiréttar. Má þar nefna rannsóknina Forurensning og straff – et nordisk studium frá 1991, (Nord 1991:2) og Umweltstrafrecht in den nordischen Ländern, sem unnin var á vegum Max-Planck stofnunarinnar í Freiburg í Þýskalandi. Síðan þá hefur lítið verið fjallað um vernd umhverfisins með refsireglum á samnorrænum vettvangi. Markmið þessa rannsóknarverkefnis er að taka upp þráðinn og kanna hvernig refsivernd umhverfisins er nú háttað á Norðurlöndum.

Rannsóknarhópurinn var stofnaður á vegum Norræna sakfræðiráðsins (Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi, NSfK) sumarið 2010 af Ragnheiði Bragadóttur prófessor. Þátttakendur eru fræðimenn á sviði refsiréttar, umhverfisrefsiréttar og saksóknarar sem vinna hjá ákæruvaldinu við rannsóknir umhverfisbrota.

Þau efni sem fræðimennirnir fjalla um eru:
-    Löggjöf sem veitir umhverfinu refsivernd
-    Viðurlög og ákvörðun þeirra
-    Meðferð mála í réttarkerfinu
-    Refsipólitísk sjónarmið

Niðurstöður rannsóknarhópsins birtust í tveimur ritverkum: 1) Miljøstrafferet og retspolitik i de nordiske lande, NSfK arbejdsgruppe i Reykjavík, november 2010. Redaktør: Ragnheiður Bragadóttir.  Útgef.: Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi, Det Juridiske Fakultet, Islands Universitet. Reykjavík 2011. – 47 bls. Sjá heimasíðu NSfK: http://nsfk.org/Page/ID/445/Miljstrafferet-og-retspolitik-i-de-nordiske-.... 2) Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab, júli 2013, 100. årgang nr. 2. Temahæfte om strafudmåling for miljøforbrydelser. Gæsteredaktør: Ragnheiður Bragadóttir. – 79 bls. Sjá heimasíðu Dansk Kriminalistforening: http://www.kriminalistforeningen.dk/   

Þátttakendur
Gorm Toftegaard Nielsen, prófessor í refsirétti við lagadeild háskólans í Árósum, Hans Tore Høviskeland, saksóknari og yfirmaður umhverfisteymisins (Miljøkrim) hjá Økokrim, Osló, Heidi Nummela, saksóknari hjá Riksåklagarämbetet, Helsinki, Per Ole Träskman, prófessor í refsirétti við lagadeild háskólans í Lundi og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands.

Ragnheiður Bragadóttir prófessor leiddi vinnu hópsins.

Fjármögnun
Norræna sakfræðiráðið (NSfK)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is