Háskóli Íslands

Námskeið

NámskeiðLagastofnun býður upp á námskeið fyrir lögfræðinga og stjórnendur í atvinnulífinu og í opinberri stórnsýslu, dómara, lögmenn, aðra sérfræðinga og þá sem áhuga hafa á námskeiðum á sviði lögfræði. Sjá framboð námskeiða 20132014, 20152016 og 2017.

Lagastofnun bauð upp á átta endurmenntunarnámskeið árið 2013, þar af eitt í samstarfi við Rannsóknastofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni. Árið 2014 var boðið upp á ellefu námskeið á mismunandi sviðum, þar af námskeiðsröð þriggja námskeiða í samkeppnisrétti og EES-rétti. Tólf námskeið voru í boði árið 2015, þar af var tveggja daga námskeið í vátryggingarétti svo vinsælt að það var endurtekið í janúar og febrúar 2016.

Námskeið stofnunarinnar hafa verið ákaflega vel sótt og greinilegt sífellt fleiri lögfræðingar sækja sér endurmenntun á ýmsum sviðum. Kennarar deildarinnar og helstu sérfræðingar hver á sínu sviði kenna á námskeiðunum sem eru orðin fastur liður í starfi stofnunarinnar. Erlendir sérfræðingar voru fengnir sérstaklega til landsins á vegum Lagastofnunar til að halda tvö námskeið um ríkisstyrki og mæltist það vel fyrir hjá þátttakendum. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is