Háskóli Íslands

Vegvísir um EES-réttindi

ESB

 

 

 

Tími: 3. febrúar 2014 16.00-19.00
Kennari:  Dóra Guðmundsdóttir LL.M., aðjúnkt við lagadeild HÍ
Staðsetning: Auglýst síðar

Nýir dómar EFTA-dómstólsins styrkja verulega réttindi sem byggjast á EES-samningnum. Í námskeiðinu verður fjallað um það hvernig lögmenn geta notað EES-reglur í stjórnsýslu- og dómsmálum og hvað ber að varast í því sambandi. Fjallað verður um það, m.a.

  • hvernig frumréttur, útfærður með tilskipunum, skapar réttindi og hvaða máli tegund lagasamræmingar skiptir ;
  • hvernig tilskipanir eru í vaxandi mæli réttarheimildir í stjórnsýslumálum;
  • hvernig kröfur um efndaskyldu (e. obligation of result) rýmka regluna um túlkun til samræmis við EES-rétt og
  • hvernig brot á tilkynningaskyldu stjórnvalda samkvæmt EES-samningnum getur leitt til réttaráhrifa í landsrétti.

Farið verður yfir það hvort vörn sem byggist á því að EES-reglur hafi ekki bein réttaráhrif haldi gildi sínu í ljósi nýrrar dómaframkvæmdar.

 

Skráning

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is