Háskóli Íslands

Peningaþvætti í ljósi starfsskilyrða regluvarða og annarra starfsmanna fjármálafyrirtækja

PeningaþvættiNámsskeiðið er einkum ætlað ábyrgðarmönnum tilkynningarskyldra aðila, svo sem regluvörðum fjármálafyrirtækja, stjórnendum sem og öðrum þeim starfsmönnum sem koma með beinum hætti að viðskiptamönnum eða málefnum þeirra.

Tími: Fimmtudagur 20. febrúar kl. 16-19.
Kennari: Logi Kjartansson cand. juris og sérfræðingur í lögreglurétti og fyrrv. lögfræðingur hjá embætti ríkislögreglustjóra
Þátttökugjald:   kr. 27.000.-
Skráningarfrestur: Til og með 14. febrúar 2014
Staðsetning: Lögberg, stofa 201

 

Skráning hér:
                                           
Námskeiðslýsing:

Fjallað verður m.a. um réttarlegt og raunverulegt umhverfi peningaþvættis sem og helstu vísbendingar um slíka háttsemi í ljósi starfsskilyrðaregluvarða og annars starfsfólks fjármálafyrirtækja. Áhersla lögð á hlutverk, heimildir og skyldur ábyrgðarmanna og annarra starfsmanna fjármálafyrirtækja eða tilkynningarskyldra aðila samkvæmt lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka nr. 64/2006. Farið yfir tengsl lögreglu og tilkynningarskyldra aðila og samstarf þeirra sem forsenda árangurs. Fjallað verður um m.a.: 

  • Hvaða hegðun telst vera peningaþvætti.
  • Hvað getur veitt vísbendingu um peningaþvætti.
  • Hvaða skilyrði eru fyrir því að regluverðir og/eða aðrir tilkynningaskyldir aðilar beri skylda til að senda mál til lögreglu

Ávinningur þátttakenda felst í að verða betur upplýstir um:

  • Starfsskilyrði og starfsskyldur samkvæmt lögum nr. 64/2006.
  • Heimildir og ábyrgð samkvæmt lögum nr. 64/2006.
  • Hlutverk og samstarf við lögreglu sem og raunverulegar aðstæður og atvik í samfélagi nútímans
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is