Háskóli Íslands

Galli í fasteignakaupum

FasteignaviðskiptiNámskeiðið er ætlað lögmönnum, fasteignasölum og öðrum sem koma að fasteignaviðskiptum eða ágreiningi í kjölfar þeirra.

Tími: Fimmtudagur 27. mars kl. 16:30-19:15
Kennari: Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður hjá Landslögum lögfræðistofu og stundakennari við Lagadeild Háskóla Íslands
Þátttökugjald:   kr. 27.000.-
Skráningarfrestur: Til og með 21. mars 2014
Staðsetning: Lögberg, stofa 201

 

Skráning hér
                                           
Námskeiðslýsing:

 

Þegar ágreiningur rís vegna fasteignaviðskipta er það í flestum tilvikum vegna annmarka/galla á hinni seldu fasteign. Á námskeiðinu verður farið í það hvenær annmarki á fasteign veitir kaupanda rétt til að beita vanefndaúrræðum, m.a. krefjast afsláttar eða skaðabóta. Fjallað verður um það hvenær annmarki á fasteign telst galli í skilningi fasteignakauparéttar. Gallahugtak laga um fasteignakaup nr. 40/2002 verður útskýrt og hverjar eru takmarkanir á því. 
Þá verður fjallað um upplýsingaskyldu seljanda og aðgæsluskyldu kaupanda fyrir kaup á fasteign. Vikið verður að skyldum fasteignasala til að upplýsa kaupanda um ástand eignar og einstakra hluta hennar, þar á meðal um galla sem seljanda og/eða fasteignasala er kunnugt um á eign, sbr. c. lið 11. gr. laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa nr. 99/2004 og um kynningu fasteignasala á eign, sbr. 13. gr. sömu laga. Einnig verður gerð grein fyrir hvernig ber að bregðast við eftir að ágreiningur hefur komið upp, m.a. þeim frestum laga um fasteignakaup sem kaupandi hefur í kjölfar þess að galli kemur upp. 

Þegar ágreiningur rís vegna fasteignaviðskipta er það í flestum tilvikum vegna annmarka/galla á hinni seldu fasteign. Á námskeiðinu verður farið í það hvenær annmarki á fasteign veitir kaupanda rétt til að beita vanefndaúrræðum, m.a. krefjast afsláttar eða skaðabóta. Fjallað verður um það hvenær annmarki á fasteign telst galli í skilningi fasteignakauparéttar. Gallahugtak laga um fasteignakaup nr. 40/2002 verður útskýrt og hverjar eru takmarkanir á því. 

Þá verður fjallað um upplýsingaskyldu seljanda og aðgæsluskyldu kaupanda fyrir kaup á fasteign. Vikið verður að skyldum fasteignasala til að upplýsa kaupanda um ástand eignar og einstakra hluta hennar, þar á meðal um galla sem seljanda og/eða fasteignasala er kunnugt um á eign, sbr. c. lið 11. gr. laga um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa nr. 99/2004 og um kynningu fasteignasala á eign, sbr. 13. gr. sömu laga. Einnig verður gerð grein fyrir hvernig ber að bregðast við eftir að ágreiningur hefur komið upp, m.a. þeim frestum laga um fasteignakaup sem kaupandi hefur í kjölfar þess að galli kemur upp. 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is