Háskóli Íslands

Rannsóknastyrkir Lagastofnunar

Rannsóknastyrkir LagastofnunarKomið var á hvatakerfi fyrir rannsakendur af hálfu Lagastofnunar með það að markmiði að framfylgja stefnu stofnunarinnar og Lagadeildar 2011-2016 og fjölga umsóknum í samkeppnissjóði. Verklagsreglur Lagastofnunar vegna styrkja til að vinna umsóknir í rannsóknasjóði voru samþykktar af stjórn stofnunarinnar í maí 2014. Styrkir verða veittir fyrir góðar umsóknir í innlenda og erlenda samkeppnissjóði. Ekki er nauðsynlegt að umsókn fái úthlutað rannsóknastyrk, uppfylli umsóknin ákveðin gæðaskilyrði. Tilgangurinn er að hvetja til þess að leggja í þá vinnu að sækja um styrki en höfnunarhlutfall rannsóknasjóða er hátt og því oft mikil vinna lögð í góðar umsóknir sem ekki fá rannsóknastyrki.

Einnig er hægt að sækja um styrk til Lagastofnunar til að fá sérfræðiaðstoð til að sækja um Rannís styrki, Evrópusambandsstyrki eða sambærilega rannsóknastyrki.
Reglur Lagastofnunar um rannsóknastyrki má sjá hér.

Til að sækja um styrk:

  • Sérfræðiaðstoð við umsóknarskrif í erlenda sjóði - Senda þarf umsókn a.m.k. 3 mánuðum fyrir umsóknarfrest á netfangið lagastofnun@hi.is
  • Styrkur vegna vinnu umsækjanda við umsókn í rannsóknasjóð: Senda staðfestingu á styrkveitingu eða svar rannsóknasjóðs vegna umsóknar á netfangið lagastofnun@hi.is.

Umsóknir eru afgreiddar á næsta stjórnarfundi eftir að umsóknir berast.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is