Háskóli Íslands

Reglur stjórnsýsluréttar í opinberu markaðseftirliti

Tími: Fimmtudagur 30. október 2014, kl. 16-19.
Kennari: Kristín Benediktsdóttir, lektor við Lagadeild HÍ 
Þátttökugjald:  kr. 27.000.-
Skráningarfrestur: Til og með 23. október. Takmarkaður aðgangur!
Staðsetning: Auglýst síðar.
 

Skráning

Fjallað verður með almennum hætti um helstu reglur stjórnsýsluréttar við eftirlit stórnvalda með fjármála- og viðskiptamarkaðnum hér á landi. Einkum verður litið til úrlausna sem varða þrjú stjórnvöld á þessu sviði, þ.e. Samkeppniseftirlitið, Fjármálaeftirlitið og Neytendastofu.

Einblínt verður á þær reglur sem skapað hafa álitamál í framkvæmd hjá eftirlitsstjórnvöldum á undanförnum árum. Uppbygging yfirferðarinnar verður með þeim hætti að fylgt verður gangi stjórnsýslumáls frá upphafi til enda með umfjöllun um þær reglur sem á reynir í málsmeðferðinni.

Fjallað verður um m.a.;

  • upphaf mála hjá eftirlitsstjórnvöldum og aðild að þeim
  • möguleg rannsóknarúrræði
  • málsmeðferðar- og efnisreglur sem einkum hefur reynt á við meðferð þessara mála
  • stjórnvaldssektir og önnur íþyngjandi  lok mála
  • möguleikann til að fá ákvarðanir eftirlitsstjórnvalda endurskoðaðar 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is