Háskóli Íslands

Úrskurðir í stjórnsýslumálum

Image result for administration

Tími: 10. og 15. september 2015, kl. 16:30-19:30.
Skráningarfrestur: 4. september 2015.
Kennarar: Trausti Fannar Valsson og Hafsteinn Þór Hauksson, dósentar við Lagadeild HÍ.
Staðsetning: Fimmtud. 10. sept. í stofu 201 í Odda, þriðjud. 15. sept. í stofu 101 í Odda.
Verð: kr. 45.000.-

                                Skráning hér - Skráningarfrestur er liðinn. Hafið samband í síma 525 5203 eða   sendið tölvupóst á lagastofnun@hi.is, ef skráningar er óskað.

Um námskeiðið
Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem koma að meðferð mála  og uppkvaðningu úrskurða á kærustigi í stjórnsýslunni. Í umfjölluninni verður kæruferlinu fylgt í grófum dráttum, allt frá álitaefnum um kæruheimild og aðild til mögulegra niðurstaðna í kærumálum.

Fyrri hluti námskeiðsins verður í fyrirlestrarformi en sá seinni í formi málstofu þar sem þau álitaefni sem brenna á þátttakendum verða rædd sérstaklega.

Námskeiðið byggist á kafla um stjórnsýslukærur í væntanlegri bók um almennan stjórnsýslurétt, sem verður dreift til þátttakenda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is