Háskóli Íslands

Starfslok starfsmanna hjá opinberum stjórnvöldum

Tími: 6. október 2015, kl. 16:30-19:30.
Skráningarfrestur: 30. september 2015.
Kennari: Trausti Fannar Valsson dósent við Lagadeild HÍ.
Staðsetning:  Stofa 201 í Lögbergi
Verð: kr. 25.000.-

                                Skráning hér

Um námskeiðið
Fjallað verður um starfslok starfsmanna hjá opinberum stjórnvöldum. Leitast verður við að greina á milli mismunandi ástæðna starfsloka, hvaða lagareglur gilda um starfslok í hverju tilviki fyrir sig, og hvaða álitaefni hefur helst reynt á í réttarframkvæmd. Nokkur áhersla verður á löggjöf um starfsmenn ríkisins, fyrst og fremst lög nr. 70/1996, en einnig verður vikið að starfslokum hjá sveitarfélögum og stofnunum þeirra. Umfjöllunin tekur mið af nýjum álitum umboðsmanns Alþingis og dómum Hæstaréttar Íslands.

Námskeiðið byggist á kafla í væntanlegri bók um opinberan starfsmannarétt og er ekki síður ætlað starfandi lögmönnum en starfsmönnum stjórnvalda. Bókarkaflanum verður dreift til þátttakenda á námskeiðinu.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is