Tími: |
17. og 19. nóvember 2015, kl. 16:30-19:30. 12. og 14. janúar 2016, kl. 16:30-19:30. 16. og 18. febrúar 2016, kl. 16.30-19.30. |
Skráningarfrestur: | Til og með 11. nóvember 2015. |
Kennari: | Viðar Már Matthíasson hæstaréttardómari. |
Staðsetning: | Stofa 106 í Odda 16. feb. og stofa 201 í Lögbergi 18. feb. |
Verð: | kr. 45.000.- |
Skráning hér - Námskeiðið er fullbókað.
Þeir sem vilja fara á biðlista geta sent tölvupóst á
lagastofnun@hi.is
Um námskeiðið
Fyrst verður fjallað almennt um vátryggingarétt og helzu þætti greinarinnar. Þá verður gerð grein fyrir helztu einkennum laga um vátryggingarsamninga nr. 30/2004 og á hvaða hátt þau eru frábrugðin eldri lögum. Lýst er efnisskipan laganna og hvers vegna megi segja að þau séu grundvöllur nýrrar réttarframkvæmdar í vátryggingarétti.
Mestur hluti námskeiðsins fer þó í að fjalla ítarlega um ýmis hagnýt álitaefni á sviði vátryggingaréttar, bæði efni úr lögum nr. 30/2004 og álitaefni sem tengjast einstökum tegundum vátrygginga.
Markhópur
Námskeiðið er einkum ætlað fyrir þá sem vinna að skaðabótamálum og málum á sviði vátryggingaréttar, hvort sem er á lögmannsstofum, hjá vátryggingafélögum, dómstólum eða á öðrum vettvangi.
Fjallað verður sérstaklega um eftirfarandi atriði og farið yfir nýjustu dóma á þeim vettvangi:
-Upplýsingaskyldu vátryggingartaka við töku vátryggingar bæði á sviði skaðatrygginga og persónutrygginga.
-Tilkynningarskyldu félagsins og vátryggingartaka og fresti til að sinna þeirri skyldu.
-Varúðarreglur í vátryggingarétti og það sem nefnt hefur verið hlutlægar ábyrgðartakmarkanir.
-Nokkur meginatriði ábyrgðartrygginga, meðal annars rétt tjónþola til að hafa uppi beina kröfu á hendur félaginu og hvaða mótbárur félagið getur haft uppi gegn tjónþola.
-Sérstöðu starfsábyrgðartrygginga, sem almennt eru lögbundnar tryggingar.
-Slysatryggingu ökumanns samkvæmt umferðarlögum nr. 50/1987 og um slysatryggingu sjómanna, sem er sérstök meðal slysatrygginga launþega.
-Stuttlega um aðrar slysatryggingar, þ.e. hefðbundnar slysatryggingar launþega og frítímaslysatryggingar, einkum verður fjallað um slysahugtakið í þessum tryggingum.
-Loks verður fjallað um gagnvirk áhrif skaðabótaréttar og vátryggingaréttar, einkum tilvik þar sem tjóni er valdið með skaðabótaskyldum hætti á vátryggðum hagsmunum og hvaða áhrif það hefur á skaðabótarétt og hugsanlegan rétt til endurkröfu vátryggingafélaga.