Lagastofnun Háskóla Íslands býður upp á röð þriggja námskeiða sem fjalla um kjarnaatriði í samkeppnisrétti. Fjallað verður um reglur samkeppnislaga sem leggja bann við samkeppnishamlandi samstarfi fyrirtækja og misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Einnig verður farið yfir mikilvæg atriði sem tengjast málsmeðferð og viðurlögum í samkeppnismálum. Verður lögð áhersla á að skýra þessa þætti samkeppnisréttarins eftir föngum með hliðsjón af nýrri eða nýlegri framkvæmd í bæði íslenskum og EES/ESB-samkeppnisrétti. Saman veita námskeiðin haldgóða þekkingu á réttarsviðinu en þau eru ætluð lögmönnum, lögfræðingum í opinberri stjórnsýslu, stjórnendum fyrirtækja og öðrum lögfræðingum sem fást að einhverju leyti við samkeppnisrétt.
Skráning
Tími: | Fimmtudagar 10., 17. og 24. nóvember 2016, kl. 16.30-19.30. |
Kennari: | Ásgeir Einarsson LL.M, lektor við lagadeild HÍ og aðstoðarforstjóri Samkeppniseftirlitsins. |
Þátttökugjald: | kr. 25.000.- hvert námskeið. Veittur er 10% afsláttur ef tekin eru tvö námskeið og 20% afsláttur ef öll námskeiðin eru tekin. |
Skráningarfrestur: | Til og með 28. október. |
Staðsetning: | Nánar auglýst síðar. |