Háskóli Íslands

Þinglýsingar og stofnun nýrra fasteigna

Tími: Fimmtudagur 2. mars, k. 16.30-19.30.
Kennarar: Ásta Sólveig Andrésdóttir og Ásta Guðrún Beck, eigendur Direkta lögfræðiþjónustu.
Staðsetning: Lögberg, stofa 101.
Skráningarfrestur: Til 27. febrúar 2017.
Verð: kr. 25.000.-

Skráning hér

Um námskeiðið

Háskóli ÍslandsÍ störfum lögmanna, lögfræðinga og fasteignasala koma þinglýsingar iðulega við sögu. Oft er þinglýsing lokahnykkur á flóknum og viðamiklum löggerningum þar sem mikil vinna liggur að baki og því mikilvægt að ekki komi upp vandamál sem getur reynst erfitt og snúið að leysa úr eftirá.  Góð þekking á formreglum þinglýsingarlaga getur því sparað tíma og peninga. 

 

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu reglur þinglýsingarlaga, eðli þinglýsinga, þinglýsingu einstakra gerninga og margt fleira sem tengist þinglýsingum. Farið verður yfir dómaframkvæmd auk þess sem fjallað verður lítillega um framtíð þinglýsinga og þróun hérlendis sem og erlendis.

 

Þá verður sérstaklega fjallað um stofnun nýrra fasteigna í opinberum skrám og helstu álitaefni sem komið geta upp við þá aðgerð. Hvert er hlutverk hvers og eins aðila, við hvaða aðstæður þarf að skipta upp eða sameina fasteignir og hvernig er það framkvæmt svo réttindi séu tryggð? 

 

Fasteignir geta stofnast með umsókn um stofnun nýrrar lóðar, með eignaskiptayfirlýsingu þar sem ný fasteign verður til í fjöleignarhúsi, eða með umsókn um stofnun nýrrar eignar í fjöleign þar sem landi er skipt upp í fleiri fasteignir með eignaskiptayfirlýsingu um land. Við þessar aðgerðir koma ýmis lögfræðileg álitamál til skoðunar og verður á námskeiðinu farið yfir þau helstu, framkvæmdin skoðuð, röð aðgerða tíunduð og sjónum beint að verklagi hinna ýmsu aðila sem að málinu koma. Farið verður yfir helstu dóma á réttarsviðinu og þau lög sem hafa þarf til hliðsjónar, en þau helstu eru lög um skráningu og mat fasteigna, lög um fjöleignarhús, jarðalög og þinglýsingarlög.Á námskeiðinu verða fræðin skoðuð auk þess sem sérstök áhersla verður lögð á praktísk atriði sem varða málefnið. Hver gerir hvað hvenær og hversvegna?

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is