Háskóli Íslands

Markaðssvik (markaðsmisnotkun og innherjasvik) og upplýsingaskylda útgefanda

Tími: Fimmtudaginn 30. mars 2017, kl. 16.30-19.30
Kennari: Andri Fannar Bergþórsson Ph.D. nemi við Kaupmannahafnarháskóla
Skráningarfrestur til: 27. mars 2017.
Staðsetning: Lögberg, stofa 101.
Verð: kr. 25.000.-

Skráning hér

Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður fjallað um þær reglur sem gilda um markaðssvik (markaðsmisnotkun og innherjasvik) og upplýsingaskyldu útgefanda fjármálagerninga. Gerð verður grein fyrir reglunum með hliðsjón af nýlegri dóma- og stjórnsýsluframkvæmd og þeim breytingum sem verða á reglunum við innleiðingu á Markaðssvikareglugerðinni frá 2014 (Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 596/2014).

Markhópur
Námskeiðið er einkum ætlað fyrir þá sem sinna ráðgjöf eða vinna í málum er tengjast fjármagnsmarkaðsréttinum, hvort sem er á lögmannsstofum, hjá eftirlitsstofnunum, ráðuneytum, bönkum, saksóknaraembættum, dómstólum eða öðrum vettvangi.

Fjallað verður sérstaklega um eftirfarandi atriði:
1.      Markaðsmisnotkun
Hvað er átt við með hugtakinu? Greining á hlutlægum og huglægum skilyrðum brotsins.
Kaup á eigin hlutabréfum og tengsl við reglur um endurkaupaáætlanir og verðjöfnun („safe harbour“ reglur)

2.      Innherjasvik
Notkun sem skilyrði innherjasvika

3.      Ólögmæt miðlun innherjaupplýsinga
Nýleg framkvæmd frá Fjármálaeftirlitinu
Miðlun innherjaupplýsinga sem hluti af markaðsþreifingum (e. market sounding)

4.      Upplýsingaskylda útgefanda
Breyttur tímapunktur upplýsingaskyldu
Meira svigrúm að beita frestunarheimild

Andri Fannar Bergþórsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og er að ljúka doktorsnámi við lagadeild Kaupmannahafnarháskóla á sviði fjármagnsmarkaðsréttar. Doktorsritgerð hans fjallar um markaðsmisnotkun og heitir „What is market manipulation? An analysis of the concept in a European and Nordic context.“ Andri starfaði áður m.a. hjá Fjármálaeftirlitinu og sem saksóknarfulltrúi við embætti sérstaks saksóknara. Hann mun taka til starfa sem lögmaður hjá LEX lögmannsstofu að loknu doktorsnámi í febrúar 2017.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is