Háskóli Íslands

Bankahrunsmálin: Lærdómur fyrir framtíðina

Tími: Fimmtudagur 16. mars 2017, kl. 16.30-19.30
Kennarar: Andrés Þorleifsson var áður saksóknarfulltrúi hjá sérstökum saksóknara en starfar nú hjá Fjármálaeftirlitinu og Rakel Ásgeirsdóttir sem var einnig áður saksóknarafulltrúi hjá sérstökum saksóknara en er nú lögfræðingur hjá Íslandsbanka.
Skráningarfrestur: Föstudagur 10. mars 2017.
Staðsetning: Lögberg, stofa 101.
Verð: kr. 25.000.-

Skráning hér

Um námskeiðið
Í mörgum refsimálum sem varða bankahrunið hafa dómstólar komist að niðurstöðu um hvað má og hvað má ekki í rekstri fjármálafyrirtækja. Þannig hafa dómstólar til dæmis fjallað um gildi innri reglna banka, metið hvenær lánveitingar fela í sér fjártjónshættu og skilgreint nánar heimildir stjórnenda banka.

Á námskeiðinu verður annars vegar farið yfir helstu dómana í hrunmálunum og hins vegar leitast við að draga lærdóm af þeim dómum fyrir framtíðina.

 
Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is