Háskóli Íslands

Alþjóðlegur fjárfestingaréttur – réttarstaða erlendra fjárfesta

Tími: Fimmtudaginn 6. apríl 2017, kl. 16.30-19.30
Kennari: Finnur Magnússon hrl. og aðjúnkt við Lagadeild HÍ
Skráningarfrestur: Föstudagur 31. mars 2017.
Staðsetning: Lögberg, stofa 101.
Verð: kr. 25.000.-

Skráning hér

 

Helstu umfjöllunarefni námskeiðis

1. Inngangur um alþjóðlegan fjárfestingarétt
Fjallað verður almennt um alþjóðlegan fjárfestingarétt.

2. Hvað er „fjárfestir“ og „fjárfesting“?
Fjallað verður um inntak og eðli þessara hugtaka og þau skilyrði sem fjárfesting og fjárfestar verða að fullnægja til að njóta verndar.

3. Meginreglur fjárfestingaréttar
Nokkrar meginreglur tryggja öðru fremur fjárfesta og fjárfestingar þeirra (e. expropriation, fair and equitable treatment, full protection and security, national treatment and MFN treatment). Fjallað verður um þesssar meginreglur og með hvaða hætti þær tryggja vernd fjárfestinga.

4. Úrlausn deilumála, gerðardómsframkvæmdFjárfestir getur höfðað mál á hendur móttökuríki fjárfestingar ef hann telur á sér brotið. Vilji hann ekki höfða slíkt mál fyrir landsdómstólum, heldur fyrir alþjóðlegum gerðardómstólum, verður hann að fullnægja tilteknum skilyrðum. Fjallað verður um þau skilyrði og hvernig erlendur fjárfestir geti tryggt stöðu sína betur hér á landi.

Finnur Magnússon er cand.jur. frá Háskóla Íslands. Hann lauk LL.M. prófi frá Háskólanum í Vín, Austurríki, árið 2008 og svo doktorsnámi frá sama skóla árið 2013 á sviði alþjóðlegs fjárfestingaréttar. Doktorsritgerð hans fjallar um eina helstu meginreglu alþjóðlegs fjárfestingaréttar, þ.e. regluna um að ríki beri skylda til að vernda og tryggja öryggi fjárfestinga erlendra aðila. Á árinu 2011 var hann gestafræðimaður við Háskólann í Cambridge, Stóra-Bretlandi, og við Háskólann í Leuven, Belgíu. Hann starfar sem hæstaréttarlögmaður á JURIS lögmannsstofu og er aðjúnkt við lagadeild Háskóla Íslands.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is