Háskóli Íslands

Notkun vörumerkja. Stofnun og viðhald vörumerkjaréttar

Um rannsóknina

Neytendur tengja vörumerki jafnan við ákveðna aðila í atvinnurekstri, sem hafa af þessum ástæðum ríka þörf á lagalegum tryggingum fyrir því að vörumerki þeirra njóti réttarverndar, m.a. til að aðgreina vörur sínar og/eða þjónustu gagnvart samkeppnisaðilum. Það varðar því íslenskt atvinnulíf verulegum fjárhagslegum hagsmunum að upplýsingar um vörumerki séu glöggar og aðgengilegar. 

Samkvæmt meginreglum laga um vörumerki nr. 45/1997, getur vörumerkjaréttur stofnast annars vegar með opinberri skráningu og hins vegar með notkun. 

Markmið rannsóknarinnar er að safna saman heimildum og greina dómaframkvæmd um notkun vörumerkja sem stofnunarháttar eignarréttar, þ.e. vörumerkjaréttar. Ætlunin var að varpa ljósi á réttarframkvæmd undanfarna tvo áratugi og safna saman upplýsingum sem væru til þess fallnar að eyða réttaróvissu á þessu sviði.

Þátttakendur
Helgi Áss Grétarsson dósent við Lagadeild HÍ leiddi verkefnið en að því unnu Þorvaldur Hauksson, MA–nemi og aðstoðarmaður var Ásthildur Valtýsdóttir, BA–nemi.

Fjármögnun
Verkefnið fékk styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna í apríl 2014. Skýrslu um efnið var skilað til sjóðsins í lok september 2014.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is