Tími: | 7. apríl 2016, kl. 16.30-19.30 |
Skráningarfrestur: | 1. apríl 2016. |
Kennari: | Dr. Aðalheiður Jóhannsdóttir, prófessor við Lagadeild HÍ |
Staðsetning: | Stofu 201 í Lögbergi |
Um námskeiðið
Viðfangsefni námskeiðsins eru ný lög nr. 60/2013 um náttúruvernd, sem tóku gildi hinn 13. nóvember 2015, sbr. lög nr. 109/2015, sem leysa af hólmi ákvæði laga nr. 44/1999 um náttúruvernd.
Umfjölluninni verður skipt í þrjá hluta:
(1) Yfirlit yfir helstu breytingar, nýmæli og samanburður við eldri lög.
(2) Ákvæði sem varða verndarmarkmið fyrir vistgerðir, vistkerfi og tegundir, sbr. 2. gr., verndarmarkmið fyrir jarðminjar, vatnasvæði, landslag og víðerni, sbr. 3. gr., sérstaka vernd á grundvelli 61. gr. laganna og loks friðlýsingar í samræmi við VIII. og IX. kafla laganna.
(3) Þýðing ákvæða um verndarmarkmið og sérstaka vernd með áherslu á undirbúning og útgáfu framkvæmdaleyfis samkvæmt ákvæðum skipulagslaga nr. 123/2010.