Háskóli Íslands

Nýjungar í EES-rétti

ESBNýjungar í EES-rétti - Röð þriggja námskeiða

Lagastofnun Háskóla Íslands býður upp á röð þriggja námskeiða sem fjalla um nýjungar í EES-rétti. Áhersla er lögð á hagnýt atriði þar sem lýst er viðfangsefnum sem reynir á í daglegri framkvæmd við hagsmunagæslu fyrir skjólstæðinga, við meðferð stjórnsýslumála og dómaframkvæmd.

Saman veita námskeiðin yfirgripsmikla þekkingu á réttarsviðinu en þau eru ætluð lögmönnum, stjórnendum og lögfræðingum í opinberri stjórnsýslu og öðrum lögfræðingum sem fást við EES-rétt. Auk fyrirlestra og umræðna verður farið yfir dæmi eða verkefni þar sem reynir á þau atriði sem eru til umfjöllunar.

 

Tími: Mánudagar 3. og 24. febrúar og 10. mars 2014, kl. 16-19.
Kennarar:
 
Dóra Guðmundsdóttir LL.M., aðjúnkt við lagadeild HÍ, Stefán Geir Þórisson hrl. og  Sigrún Ingibjörg Gísladóttir hdl.            
Þátttökugjald:

 

kr. 27.000.- hvert námskeið.

Veittur er 5% afsláttur ef tekin eru tvö námskeið og 10% afsláttur ef öll námskeiðin eru tekin.

Skráningarfrestur:
 
Til og með 24. janúar 2014.
Takmarkaður aðgangur!
Staðsetning: Auglýst síðar.

 

3. febrúar:
Vegvísir um EES-réttindi
Sjá nánar
 
24. febrúar:
Vegvísir um EES-réttarúrræði
Sjá nánar
 
10. mars:
Hvernig geta fjármálareglur EES-samningsins nýst aðilum í dómsmálum? Búa Íslendingar við flóknasta regluverk allra Evrópuþjóða á fjármálmarkaði?
Sjá nánar 

 

Réttarkerfi Evrópusambandsins (ESB) hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum, ekki síst grundvallarþættir ESB-réttar sem ráða samspili ESB-réttar og landsréttar aðildarríkjanna. Meiri kröfur eru gerðar til löggjafa, dómstóla og stjórnsýslu en áður, til að sjá til þess að þeim skuldbindingum sem ESB-réttur leggur á aðildarríkin sé fullnægt og að virkni þeirra sé tryggð í framkvæmd. EES-réttur byggist á efnisreglum ESB-réttar, sem teknar eru upp í EES-samninginn og í landsrétt. Túlkun reglnanna er sambærileg í báðum réttarkerfum og EFTA-dómstóllinn kveður reglulega upp dóma sem styrkir stöðu EES-samningsins og virkni hans innan réttarkerfis aðildarríkjanna.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is