Háskóli Íslands

Refsiviðurlög utan stofnana á Norðurlöndum - Lokið 2001

Háskóli ÍslandsUm rannsóknina
Lengi fram eftir síðustu öld var virkt löggjafarsamstarf á milli Norðurlandanna á sviði refsiréttar, og refsilöggjöf og refsipólitík er þar um margt svipuð. Undantekning þar frá hafa verið reglur um notkun ýmissa viðurlaga utan fangelsis og hafa þau þróast nokkuð mismunandi í löndunum. Í rannsókninni (Samfundssanktioner i Norden) er fjallað um viðurlög utan stofnana á Norðurlöndum og þau borin saman. Rannsóknin miðar að því að varpa ljósi á áðurnefndan mun og hvort refsistefna einstakra Norðurlanda sé það lík að flokka megi hana sem eina og hina sömu eða hvort réttara sé að bera löndin hvert fyrir sig saman við önnur lönd Evrópu.  

Niðurstöður rannsóknarinnar birtust í Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab, juni 2001, 88. årg. nr. 2. Tema: Samfundssanktioner i Norden.

Þátttakendur
Forskningschef, dr. jur. Britta Kyvsgaard, Justitsministeriet, København; direktør, docent jur. dr. Tapio Lappi-Seppälä, Rättspolitiska forskningsinstitutet, Helsingfors; seksjonssjef, dr. polit. Paul Larsson, Oslo; universitetsstipendiat Jane Dullum, Institutt for Kriminologi, Universitetet i Oslo; professor, jur. dr. Per Ole Träskman, Juridiska institutionen, Lunds universitet og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is