Háskóli Íslands

Reglur um reynslulausn á Norðurlöndum - Lokið 2011

Reglur um reynslulausn á Norðurlöndum

Um rannsóknina

Samnorrænt verkefni sem fjallar um reglur um reynslulausn á Norðurlöndum, löggjöf og framkvæmd.

Fjallað er um lagaákvæði um veitingu reynslulausnar á Norðurlöndum og hvernig þeim er beitt í framkvæmd.

Rannsóknarhópur var stofnaður með styrk frá Norræna sakfræðiráðinu (Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi, NSfK) haustið 2010 af Helén Ørnemark Hansen, lektor í refsirétti við háskólann í Lundi. Þátttakendur eru norrænir fræðimenn á sviði refsiréttar, sem fjallað hafa um fangelsismál í rannsóknum sínum, þar af einn sem jafnframt er fangelsisstjóri.

Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar birtust í grein Helén Örnemark Hansen: En diskussion om villkorlig frigivning. Í: Festskrift till Per Ole Träskman. Red.: Ulrika Andersson, Christoffer Wong og Helén Örnemark Hansen. Norstedts Juridik AB. Stockholm 2011.

Þátttakendur
Helén Ørnemark Hansen, lektor við lagadeild háskólans í Lundi, Dan Frände, prófessor við lagadeild háskólans í Helsinki, Anette Storgaard, lektor við lagadeild háskólans í Árósum, Hans Jørgen Engbo, fangelsisstjóri og stundakennari við háskólann í Kaupmannahöfn og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands.

Helén Ørnemark Hansen leiddi vinnu hópsins.

Fjármögnun
Norræna sakfræðiráðið (NSfK)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is