Háskóli Íslands

Sambandsborgararéttur og rétturinn til frjálsrar farar og búsetu innan Evrópusambandsins - Lokið 2011

Sambandsborgararéttur og rétturinn til frjálsrar farar og búsetu innan Evrópusambandsins

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um rannsóknina

Rannsóknin er hluti af stærra verkefni um sambandsborgararétt (Union citizenship). Rannsóknin beinist að réttinum til frjálsrar farar og búsetu innan Evrópusambandsins, en sá réttur er talinn fela í sér kjarna sambandsborgararéttarins.

Tilgangur og markmið

Tilgangur rannsóknarinnar er að leiða í ljós hvaða viðmið Evrópudómstóllinn notar til að leysa úr árekstrum milli frjálsrar farar og búsetu samkvæmt 21. gr. samningsins um starfshætti Evrópusambandsins annars vegar og löggjafar aðildarríkjanna um búsetu útlendinga og aðgang þeirra að velferðarkerfi ríkisins hins vegar.

Því er haldið fram að dómstóllinn noti viðmið sem byggjast á hugmyndum um samheldni sem leiða má af heimildum sambandsréttar. Þessi viðmið leiða til þess í sumum tilvikum að reglur sem byggjast á samheldni innan hvers aðildarríkis verða að víkja fyrir heimldum sambandsréttar. Þetta leiðir þó ekki til þess að reglur aðildarríkjanna víki í öllum tilvikum.

Dóra Guðmundsdóttir, LL.M., aðjúnkt við lagadeild vinnur að rannsókninni

Rannsóknin er unnin í samvinnu við vinnuhóp við Cambridge háskóla og verður hluti af umræðum á rannsóknarþingi University Association for Contemporary European Studies (UACES) í september 2011.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is