Háskóli Íslands

Staða neytendamála á Íslandi - Lokið 2008

 

Um rannsóknina
Þegar hagsmunir neytenda eru kannaðir í lagalegu tilliti er rétt að líta til þeirra þarfa sem neytendur hafa á markaði. Líta ber til þess hverjir þessir hagsmunir eru og sérstaklega hverjar þarfi r hins íslenska neytanda eru, enda er samsetning og gerð íslensks neytendamarkaðar um margt sérstök. Við gerð skýrslu um stöðu neytendamála á Íslandi var reynt að lýsa þeim efnisreglum sem gilda hér á landi og varða hagsmuni neytenda, almennt og sérstaklega út frá tilteknum grundvallarhugtökum innan réttarsviðsins. Þá tóku skýrsluhöfundar til sérstakrar skoðunar aðgengi neytenda að sjálfstæðum úrskurðar-aðilum svo og stjórn og fyrirkomulag neytendamála hér á landi. Að því loknu var reynt að greina hvaða þættir neytendalöggjafarinnar það væru sem rétt væri kanna hvort þörf væri breytinga á. 

Þátttakendur
Skýrslan var gerð að beiðni Viðskiptaráðuneytisins árið 2008. Ásu Ólafsdóttur og Eiríki Jónssyni, lektorum við Lagadeild Háskóla Íslands, var falið vinna skýrsluna í umboði Lagastofnunar HÍ.

Hér má lesa skýrsluna - Ný sókn í neytendamálum - Kafli Lagastofnunar bls. 141 og áfram.

Fjármögnun
Viðskiptaráðueytið

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is