Háskóli Íslands

Stjórn

Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands.

Ragnheiður Bragadóttir er prófessor í refsirétti og formaður rannsóknastofunnar. Hún hefur starfað við Lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 1984 en það sama ár útskrifaðist hún með embættispróf frá deildinni, fyrst sem stundakennari, var aðjúnkt 1985-1989, lektor 1989-1995, dósent 1995-1999 og sem prófessor frá árinu 2000. Ragnheiður var formaður Norræna sakfræðiráðsins 2010-2012 og varaformaður þess árin 2007-2009. Hún hefur verið í ritstjórn Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab frá 1999 og verið formaður náðunarnefndar frá 1993 auk þess að vera ritstjóri fyrir Ísland í Nordisk Tidsskrift for Kriminalvidenskab (NTfK). Þá er Ragnheiður formaður Sakfræðifélags Íslands og þar með þátttakandi í samstarfsneti sakfræðifélaga á Norðurlöndum. Hún er þátttakandi í norræna tengslanetinu: Nordisk workshop i strafferet sem stendur fyrir seminörum fyrir doktorsnema í refsirétti á hverju vori og hún er í samstarfi refsiréttarkennara í Danmörku, sem halda seminar fyrir upphaf kennslu á hverju hausti. Auk þess er Ragnheiður tengiliður fyrir Ísland í Eclan, European Criminal Law Academic Network. Áður starfaði Ragnheiður sem fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneyti 1984-1985 og sem dómarafulltrúi við sakadóm Reykjavíkur 1984. Hún hefur sinnt kennslu í refsirétti o.fl. við Lögregluskóla ríkisins, Fangavarðaskólann og Félagsvísindadeild.

Ragnheiður hefur birt fjöldann allan af  bókum, bókaköflum og fræðigreinum á sviði refsiréttar en hennar sérsvið eru kynferðisbrot og önnur brot gegn konum og börnum, umhverfisrefsiréttur, viðurlög, einkum samfélagsþjónusta og önnur úrræði utan stofnana, og viðurlagapólitík.

Jónatan Þórmundsson, prófessor emeritus og stundakennari við Lagadeild Háskóla Íslands.

Jónatan Þórmundsson var prófessor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands til ársins 2007 en hafði þá gegnt því starfi í 37 ár eða frá 1970 og verið lektor frá 1967. Jónatan hefur sinnt stundakennslu við deildina frá árinu 2009. Hann stundaði framhaldsnám í lögfræði og afbrotafræði við háskólann í Berkeley í Kaliforníu eftir að hann lauk embættisprófi frá Lagadeild HÍ 1964 og var fulltrúi hjá ríkissaksóknara 1964-1970. Ritsmíðar Jónatans eru umfangsmiklar og fjölbreytilegar. Nefna má efni á sviði almenna og sérstaka hluta refsiréttarins, rit um alþjóðlegan refsirétt og mannréttindin, skattarétt, opinbert réttarfar og afbrotafræði. Bækur hans um almenna hluta refsiréttarins, Afbrot og refisábyrgð I-III og Viðurlög við afbrotum eru grundvallarrit á svið íslensks refsiréttar. Einnig hefur Jónatan ritað um flest svið sérstaka hluta refsiréttarins, svo sem um auðgunarbrot, skjalabrot, ofbeldisbrot, kynferðisbrot, fíknefnabrot, brot gegn friðhelgi einkalífs, rangan framburð og brot gegn refsivörslu ríkisins.  Jónatan starfaði í hegningarlaganefnd um árabil og hafði mikil áhrif á þróun löggjafar á sviði refsiréttar og tók þátt í norrænu löggjafarsamstarfi með seu í norrænu refsilaganefninni. Þá sat hann í Norræna sakfræðiráðinu, doktorsnefndum og ritsjórnum norrænna og alþjóðlegra tímarita. 

 

Jón Þór Ólason, héraðsdómslögmaður og lektor við Lagadeild Háskóla Íslands. 

Jón Þór Ólason starfar sem héraðsdómslögmaður á lögmannsstofunni Jónatansson & Co. Hann er einnig lektor í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands. Jón Þór var stundakennari við deildina en var skipaður lektor árið 2007. Hann útskrifaðist með embættispróf frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 2000 og starfaði hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu eftir útskrift. Jón Þór hefur gefið út fjölda greina og haldið marga fyrirlestra á sviði lögfræði.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is