Háskóli Íslands

Straf for seksualforbrydelser i Norden - Lokið 2012

Háskóli ÍslandsUm rannsóknina
Á undanförnum árum hafa refsiákvæði um kynferðisbrot í hegningarlögum Norðurlanda sætt endurskoðun. Breytingarnar varða m.a. hugtakið nauðgun og refsingar fyrir brotin. Í þessari samnorrænu rannsókn er fjallað um lagaákvæðin um nauðgun á Norðurlöndum og kannað hvernig refsing er ákveðin fyrir brotin og hvort og þá hvaða áhrif nýlegar lagabreytingar hafa við ákvörðun refsingar.

Rannsóknarhópurinn var stofnaður á vegum Norræna sakfræðiráðsins (Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi, NSfK) haustið 2012 af Ragnheiði Bragadóttur prófessor. Þátttakendur eru norrænir fræðimenn á sviði refsiréttar, sem mikið hafa fjallað um kynferðisbrot í rannsóknum sínum, þar af einn sem jafnframt er hæstaréttardómari.

Niðurstöður rannsóknarinnar komu út í skýrslunni: Straf for voldtægt. NSfK arbejdsgruppe i Oslo 2012. Redaktør: Ragnheiður Bragadóttir. Útgef.: Nordisk Samarbejdsråd for Kriminologi, Det Juridiske Fakultet, Islands Universitet. Reykjavík 2012. – 74 bls. Sjá heimasíðu NSfK: http://nsfk.org/Portals/0/Archive/STRAF_FOR_VOLDTÆGT.pdf 

Þátttakendur
Lektor, ph.d.Trine Baumbach, Det Juridiske Fakultet, Københavns Universitet, professor Terttu Utriainen, Lapplands Universitet, Rovaniemi, dr. juris Magnus Matningsdal hæstaréttardómari í Osló, JD Kerstin Berglund, Uppsölum og Ragnheiður Bragadóttir, prófessor í refsirétti við lagadeild Háskóla Íslands.

Ragnheiður Bragadóttir prófessor leiddi vinnu hópsins.

Fjármögnun
Norræna sakfræðiráðið (NSfK)

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is