Háskóli Íslands

Takmarkanir á upplýsingarétti almennings

 

Tími: 1. október 2015, kl. 16:30-19:30.
Skráningarfrestur: 25. september 2015.
Kennari: Trausti Fannar Valsson dósent við Lagadeild HÍ.
Staðsetning:  Stofa 201 í Lögbergi.
Verð: kr. 25.000.-

                                Skráning hér

Um námskeiðið
Á námskeiðinu verður fjallað um upplýsingarétt almennings með áherslu á helstu flokka á takmörkunum hans. Fjallað verður um takmarkanir vegna réttarins til einkalífs, þar sem skörun við persónuvernd er umtalsverð, um takmarkanir vegna viðskiptahagsmuna og um takmarkanir vegna almannahagsmuna af ýmsu tagi. Fjallað verður sérstaklega um áhrif þagnarskyldureglna í þessu sambandi. Umfjöllunin tekur mið af nýjum úrskurðum og dómum Hæstaréttar Íslands.  

Námskeiðið er ekki síður ætlað starfandi lögmönnum en starfsmönnum stjórnvalda. Byggt verður á kafla í væntanlegri bók um almennan stjórnsýslurétt sem verður dreift til þátttakenda námskeiðsins.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is