Háskóli Íslands

Tjáning og framkoma lögfræðinga

 

Tími: 3. og 4. nóvember 2015, kl. 16.40-19.40.
Skráningarfrestur: 30. október 2015.
Kennari: Elmar Hallgríms Hallgrímsson
Staðsetning:  Stofu 422 í Árnagarði
Verð: kr. 48.500.-

                            Skráning hér - Takmarkaður fjöldi þátttakenda

Námskeiðslýsing:
Á námskeiðinu verður farið yfir grunnatriði í tjáningu og framkomu. Farið verður yfir grundvallaratriði í að byggja upp ræðu og framsögu. Nemendur munu æfa sig með að flytja óundirbúnar ræður sem og málflutningsræður. Að sama skapi fá nemendur þjálfun í að koma fram fyrir framan hóp fólks með framsögu.

Á meðal þess sem fjallað verður um:

  • Gagnlegar aðferðir við uppbyggingu á ræðum
  • Sjálfstraust og mikilvægi þess við framkomu
  • Tækni til þess að takast á við krefjandi aðstæður í framsögu
  • Að vera sannfærandi með tjáningu sinni

Hæfniviðmið:
Lykilþættir sem nemendur öðlast:

• Meiri árangri í framsögu og tjáningu
• Aukið sjálfstraust til að takast á við krefjandi aðstæður
• Aukna færni í uppbyggingu á ræðum
• Kraftmeiri framkomu og meiri útgeislun

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is