Háskóli Íslands

Úrskurðir í stjórnsýslumálum

Tími: Miðvikudaginn 1. og mánudaginn 6. febrúar 2017, kl. 16.30-19.30.
Kennarar: Hafsteinn Þór Hauksson og Trausti Fannar Valsson, dósentar við Lagadeild HÍ.
Skráningarfrestur: Föstud. 27. janúar 2017.
Staðsetning: Stofa 201 í Lögbergi.
Verð: Kr. 45.000.- en kr. 20.000.- fyrir þá sem sóttu námskeiðið 2015 og vilja mæta seinni daginn.
 

Skráning hér (fyrir bæði kvöldin)

 

Skráning hér (fyrir seinna kvöldið)

 

 

Hafsteinn Þór HaukssonNámskeiðið er einkum ætlað þeim sem koma að meðferð mála  og uppkvaðningu úrskurða á kærustigi í stjórnsýslunni. Í umfjölluninni verður kæruferlinu fylgt í grófum dráttum frá kæruheimild og aðild til mögulegra niðurstaðna og réttaráhrifa úrskurða. Einnig er fjallað um rökstuðning úrskurða.

Fyrri hluti námskeiðsins verður í fyrirlestrarformi en sá seinni í formi málstofu þar sem þau álitaefni sem brenna á þátttakendum verða rædd sérstaklega. 

Námskeiðið byggist á kafla um stjórnsýslukærur í væntanlegri bók um almennan stjórnsýslurétt, sem verður dreift til þátttakenda.

SamTrausti Fannar Valssonbærilegt námskeið var haldið haustið 2015 en yfirferð fyrri daginn í þessu námskeiði verður fyllri en þá og því gætu þátttakendur á því námskeiði haft gagn af því að sækja þetta námskeið líka. Hins vegar stendur þeim sem sóttu námskeiðið áður, opið að mæta aðeins seinni daginn.

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is