Háskóli Íslands

Útgáfa

Lagastofnun hefur frá 2003 staðið fyrir útgáfu nokkurra umfangsmikilla fræðirita en á því ári var Lögberg – Rit Lagastofnunar Háskóla Íslands gefið út. Stofnunin gaf auk þess út Lögfræðiorðabók með skýringum árið 2008 og Afmælisrit lagadeildar Háskóla Íslands árið 2009.

Stofnunin hefur gefið út ritröð frá 2005. Markmiðið með útgáfunni er að gefa út lengri fræðilegar ritgerðir um lögfræðileg efni, sem eru síður til þess fallnar að birtast í hefðbundnum lögfræðitímaritum svo sem Tímariti lögfræðinga og Úlfljóti, tímariti laganema.

Útgáfa ritraðarinnar er þannig fyrst og fremst hugsuð til þess að koma á framfæri efni, sem hefur fræðilegt og hagnýtt gildi fyrir lögfræðinga og aðra, en yrði e.t.v. ekki gefið út ella.

Rafræn útgáfa hefur rutt sér til rúms undanfarin ár og má búast við að verði algengari en nú er. Lagastofnun hefur m.a. gert umfjöllun íslenskra og erlendra fræðimanna um Icesave aðgengilega á heimasíðu sinni. Stofnunin hefur einnig birt rafræna uppfærða útgáfu á ritinu Fiskveiðireglur Íslands og Evrópusambandsins en það hafði verið uppselt um árabil. Á síðunni má finna Lagasýn eftir Pál Sigurðsson, sem er netbók.

 

 

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is