Háskóli Íslands

Vandaðir stjórnsýsluhættir – Grunnhugsun stjórnsýsluréttar

Háskóli ÍslandsTími: Fimmtudagur 27. apríl, kl. 16.30-19.30
Kennari: Hafsteinn Dan Kristjánsson, aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis og aðjúnkt við Lagadeild HÍ
Skráningarfrestur: Föstudagur 21. apríl.
Staðsetning: Háskólatorg, stofa 101.
Verð: kr. 25.000.-

Skráning hér

Um námskeiðið

Fjallað verður um vandaða stjórnsýsluhætti og þá meginreglu laga á sviði stjórnsýsluréttar um eðlilega og forsvaranlega meðferð og beitingu opinberra valdheimilda og hagsmuna. Meginreglan er stoð sumra óskráðra reglna stjórnsýsluréttar og þær verður að túlka og beita í ljósi hennar. Farið verður yfir þær kröfur til stjórnsýslunnar sem leiða af vönduðum stjórnsýsluháttum og meginreglunni og bent á fjölda álita umboðsmanns Alþingis í því samhengi. Nánar tiltekið er um að ræða kröfur sem má flokka í kröfuna um mannlega stjórnsýslu, kröfuna um opna og gegnsæja stjórnsýslu, kröfuna um að stjórnvöld grípi til ráðstafana sem skapa traust hjá borgurunum, kröfuna um að staðið sé vel að málum hjá stjórnvöldum og kröfuna um að gætt sé að skilyrðum réttarríkisins.

 

Markmið námskeiðsins er að gera grein fyrir inntaki vandaðra stjórnsýsluhátta og framkvæmdinni á þessu sviði sem byggir á umfangsmikilli rannsókn höfundar á álitum umboðsmanns Alþingis og dómum Hæstaréttar fram til 1. október 2016.

 

Námskeiðið er kjörið fyrir lögmenn, starfsmenn hins opinbera, svo og alla sem áhuga hafa á stjórnsýslurétti og þeim kröfum sem eru gerðar til starfsemi stjórnvalda.

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is