Háskóli Íslands

Vegvísir um EES-réttarúrræði

ESB

 

 

 

Tími: 24. febrúar 2014 16.00-19.00
Kennari:  Dóra Guðmundsdóttir LL.M., aðjúnkt við lagadeild HÍ
Staðsetning: Lögberg, stofa 201

Nýir dómar EFTA-dómstólsins styrkja virkni EES-reglna í landsrétti og samhliða áhersla dómstólsins á réttaraðgengi og raunhæfa réttarvernd leiðir til stórfelldra breytinga í réttarframkvæmd, sé úrlausnum dómstólsins fylgt.

Í námskeiðinu verður fjallað um þau réttarúrræði sem leiða má af EES-samningnum, umfram skaðabótaskyldu ríkisins og hvað ber að varast í skaðabótamálum sem byggjast á vanefndum ríkisins. Þá verður fjallað um það hvernig beita má meginreglum EES-réttar um raunhæfa réttarvernd, jafngildi og skilvirkni til að ná fram efndum EES-réttinda í landsrétti.

Skráning

Þú ert að nota: brimir.rhi.hi.is